Fyrir hverja er sjóðurinn
Sjóðurinn er ætlaður viðskiptavinum Kviku eignastýringar sem vilja ávaxta fé sitt til lengri tíma í blönduðu safni hlutabréfa og skuldabréfa á erlendum mörkuðum. Fjárfestingar sjóðsins eru í verðbréfasjóðum, sérhæfðum sjóðum og stökum verðbréfum. Sjóðnum er stýrt með virkum hætti og er hann opinn öllum fjárfestum. Fjárfesting í sjóðnum ætti að vera hugsuð sem langtímafjárfesting þar sem sveiflur geta verið í verðmæti sjóðsins.
Fjárfestingarstefna
Sjóðurinn fjárfestir í erlendum verðbréfasjóðum, sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta og öðrum sérhæfðum hlutdeildarsjóðum auk stakra verðbréfa. Sjóðir sem fjárfest er í skulu hafa staðfestu í Bretlandi, innan EES eða í Norður-Ameríku. Megináhersla er á sjóði sem fjárfesta í Norður-Ameríku og Evrópu, en þó geta þeir einnig verið fjárfestir í öllum landsvæðum.
Söguleg ávöxtun er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér sérfræðiráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti sem í boði eru. Jafnframt eru fjárfestar hvattir til að kynna sér reglur og útboðslýsingar sjóða.
Skattlagning hlutdeildarskírteina fellur undir lög um tekjuskatt nr. 90/2003 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur nr. 94/1996. Eigendur hlutdeildarskírteina í sjóðum eru hvattir til að kynna sér skattalega stöðu sína og leita ráðgjafar sérfræðinga s.s. skattalögfræðinga eða endurskoðenda.
Kvika eignastýring hf. hefur útvistað hluta af daglegum rekstri til Kviku banka hf. á grundvelli laga um verðbréfasjóði, nr. 128/2011 og laga um sérhæfða sjóði, nr. 45/2020. Kvika eignastýring hf. er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. 7. tölul. og b-lið 6. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 3. gr. og 1.-3. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002.