Forsíða /
Um Kviku eignastýringu /
Stjórn

Stjórn

Stjórn Kviku eignastýringar hf. er skipuð þremur aðalmönnum; Hrönn Sveinsdóttur, stjórnarformanni, Óttari Má Ingvasyni og Andra Vilhjálmi Sigurðssyni. Varamenn stjórnar eru tveir; Andrea Olsen og Ólafur Páll Vignisson.

Hrönn Sveinsdóttir
Stjórnarformaður
Óttar Már Ingvason
Varaformaður
Andri Vilhjálmur Sigurðsson
Stjórnarmaður

Starfsnefnd stjórnar

Stjórn Kviku eignastýringar hefur skipað starfsnefnd sem sinnir hlutverki áhættu- og endurskoðunarnefndar fyrir félagið og starfar skv. íslenskum lögum og reglum og góðum stjórnarháttum. Nefndin er skipuð af stjórn í samræmi við 78. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og IX. kafla A laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Starfsnefndinni er ætlað að sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn Kviku eignastýringar, m.a. vegna mótunar áhættustefnu og áhættuvilja, og leitast við að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga og óhæði endurskoðunar félagsins að teknu tilliti til 1. mgr. 99. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Nefndin hefur eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila, áhættugreiningu, viðbrögðum við áhættu, virkni innra eftirlits auk innri og ytri endurskoðunar. Nefndin hefur einnig ráðgjafar- og eftirlitshlutverk fyrir stjórn félagsins vegna mótunar áhættustefnu og áhættuvilja félagsins.

Starfsnefnd Kviku eignastýringar skipa Andri Vilhjálmur Sigurðsson, formaður starfsnefndar, Hrönn Sveinsdóttir, Margrét Flóvenz og Óttar Már Ingvason.

Starfsreglur starfsnefndar stjórnar