Stjórn Kviku eignastýringar hf. er skipuð þremur aðalmönnum; Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, stjórnarformanni, Óttari Má Ingvasyni og Andra Vilhjálmi Sigurðssyni. Varamenn stjórnar eru tveir; Anna Þórdís Rafnsdóttir og Ólafur Páll Vignisson.

Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir
Stjórnarformaður
Guðlaug starfar sem framkvæmdastjóri Stekks Fjárfestingarfélags ehf. Guðlaug er einnig stjórnarformaður Securitas hf. og Límtré Vírnets hf. Áður starfaði hún hjá Deutsche Bank og UBS í New York. Guðlaug er með B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á fjármálafræði frá Stern School of Business, New York University og MBA frá sama háskóla með sérhæfingu í tölfræðilegri fjármálafræði, alþjóðlegri fjármálafræði og hagfræði.
Guðlaug hefur setið í stjórn Kviku eignastýringar frá 2012 og sem formaður frá 2018. Guðlaug er flokkuð sem óháður stjórnarmaður.
|

Óttar Már Ingvason
Varaformaður
Óttar starfar sem rekstrarstjóri Newfound Resources Ltd. í Kanada og hefur jafnframt verið ráðgjafi fyrir AVS rannsóknarsjóð síðan 2005. Óttar hefur einnig víðtæka stjórnunarreynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður. Óttar er með B.Sc. honours í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri með áherslu á fjármál, vélfræðingur, með sveinspróf í vélvirkjun og hefur lokið skipstjórnarprófi fyrir alþjóðleg réttindi á öll skip með ótakmörkuðu farsviði. Óttar hefur jafnframt lokið prófi til löggildingar fasteigna- og skipasala og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Óttar hefur setið í stjórn Kviku eignastýringar frá 2009, þar af sem formaður stjórnar á árunum 2011-2018. Óttar er flokkaður sem óháður stjórnarmaður.
|

Andri Vilhjálmur Sigurðsson
Stjórnarmaður
Andri starfar sem eigandi hjá Lögmönnum Lækjargötu en hann gekk til liðs við stofuna árið 2013. Andri hefur starfað sem lögfræðingur í fjármálafyrirtækjum hér á landi og erlendis í fjölda ára. Í störfum sínum sem lögmaður hefur Andri einkum sinnt lögfræðilegri ráðgjöf fyrir fyrirtæki, fjárfesta og ýmsa fagfjárfestasjóði. Þá hefur Andri komið að stofnun, rekstri og stjórnun rekstrarfélaga verðbréfasjóða. Andri lauk prófi frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1998.
Andri tók sæti í stjórn Kviku eignastýringar árið 2020. Andri er flokkaður sem óháður stjórnarmaður.
|
Starfsnefnd stjórnar
Stjórn Kviku eignastýringar hefur skipað starfsnefnd sem sinnir hlutverki áhættu- og endurskoðunarnefndar fyrir félagið og starfar skv. íslenskum lögum og reglum og góðum stjórnarháttum. Nefndin er skipuð af stjórn í samræmi við 78. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og IX. kafla A laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Starfsnefndinni er ætlað að sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn Kviku eignastýringar, m.a. vegna mótunar áhættustefnu og áhættuvilja, og leitast við að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga og óhæði endurskoðunar félagsins að teknu tilliti til 1. mgr. 99. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Nefndin hefur eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila, áhættugreiningu, viðbrögðum við áhættu, virkni innra eftirlits auk innri og ytri endurskoðunar. Nefndin hefur einnig ráðgjafar- og eftirlitshlutverk fyrir stjórn félagsins vegna mótunar áhættustefnu og áhættuvilja félagsins.
Starfsnefnd Kviku eignastýringar skipa Andri Vilhjálmur Sigurðsson, formaður starfsnefndar, Inga Björg Hjaltadóttir og Hafdís Böðvarsdóttir.
Starfsreglur starfsnefndar stjórnar