Forsíða /
Fréttir /
Kvika - Eldgjá, nýr blandaður fjárfestingarsjóður

Kvika - Eldgjá, nýr blandaður fjárfestingarsjóður

Þriðjudagur 22. desember 2020
Orvar - KVIKA portraits2861.jpg

Kvika eignastýring hefur stofnað nýjan blandaðan fjárfestingarsjóð, Kviku – Eldgjá. Sjóðurinn fjárfestir á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum í hlutabréfum, skulda-bréfum og afleiðum.

Sjóðstjóri Kviku – Eldgjár er Örvar Snær Óskarsson og í fjárfestingateymi sjóðsins eru helstu sérfræðingar félagsins í hlutabréfa- og skuldabréfastýringu.

Sjóðurinn hefur víðtækar heimildir og er stýrt með virkum hætti með það að markmiði að ná umfram ávöxtun. Fjárfest er í þeim eignaflokkum og á þeim mörkuðum sem sjóðstjóri telur álitlegasta hverju sinni, t.d. út frá efnahagsástandi. Sjóðurinn hefur heimild til skortsölu og varna gegn lækkunum á mörkuðum í gegnum afleiðuheimildir. Eignasamsetning sjóðsins getur verið breytileg og fjárfesting í sjóðnum ætti að vera hugsuð sem langtímafjárfesting þar sem sveiflur geta verið í verðmæti sjóðsins.

Kvika - Eldgjá er opinn öllum fjárfestum. Nánari upplýsingar um sjóðinn s.s. reglur, útboðslýsingu, lykilupplýsingar og upplýsingablað má finna hér.