Forsíða /
Fréttir /
Kvika - Stutt skuldabréf, nýr fjárfestingarsjóður

Kvika - Stutt skuldabréf, nýr fjárfestingarsjóður

Miðvikudagur 24. mars 2021
Stefan-Helgi - KVIKA portraits2537.jpg

Kvika eignastýring hefur stofnað nýjan fjárfestingarsjóð, Kviku – Stutt skuldabréf. Sjóðurinn fjárfestir í stuttum skuldabréfum og er markmið sjóðsins að ná umframávöxtun ofan á innlán með því að fjárfesta í stuttum fyrirtækjaskuldabréfum, skuldabréfum fjármálafyrirtækja og skuldabréfum sveitarfélaga og annarra opinberra aðila. Meðallíftími sjóðsins má að hámarki vera 2 ár og er markmið sjóðsins að ná um 2% umframávöxtun ofan á millibankavexti.

Sjóðstjóri sjóðsins er Stefán Helgi Jónsson og í fjárfestingateymi sjóðsins eru helstu sérfræðingar félagsins í skuldabréfastýringu.

Sjóðurinn hóf göngu sína síðastliðinn föstudag. Kvika – Stutt skuldabréf er opinn sjóður. Sjóðurinn hentar jafnt þeim sem vilja ávaxta fjármuni með öruggum hætti til skemmri eða lengri tíma.

Eignasamsetning sjóðsins við lok dags 22.3.2021 var eftirfarandi:

Sértryggt

16%
Fasteignatryggt 37%
Sveitarfélög og opinbert 15%
Fjármálafyrirtæki 23%
Fyrirtækjavíxlar 7%
Reiðufé 2%

Nánari upplýsingar um sjóðinn s.s. reglur, útboðslýsingu og lykilupplýsingar má finna hér. Þar er meðal annars að finna ítarlegar og greinargóðar upplýsinar um þá áhættu sem fylgt getur viðskiptum með hlutdeildarskírteini í sjóðum, en öll viðskipti með fjármálagerninga geta verið áhættusöm.