Forsíða /
Fréttir /
Gos í Eldgjá

Gos í Eldgjá

Mánudagur 05. júlí 2021

Kvika – Eldgjá er blandaður fjárfestingarsjóður sem opinn er almenningi. Sjóðurinn hóf starfsemi í lok síðasta árs og fjárfestir á innlendum og erlendum mörkuðum í hlutabréfum, skuldabréfum og afleiðum. Óhætt er að segja að sjóðurinn fari vel af stað en frá stofnun 22. desember 2020 til 30. júní 2021 hefur sjóðurinn skilað sjóðsfélögum sínum 16% ávöxtun*. Ein leið til þess að meta árangur sjóðsins er að bera ávöxtun hans saman við svokallað hlutlaust safn sem hefur fyrirfram skilgreindar vigtir í hverjum eignaflokki. Markmið sjóðsins er að skila hærri ávöxtun en hlutlausa safnið yfir langt tímabil. Þar sem Eldgjá á sér ekki langa sögu ber að taka þessum samanburði með fyrirvara.

*Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

 

Ávöxtun Eldgjár samanborið við hlutlaust safn

eldgja-test-frett-6.png

 

Um sjóðinn

Sjóðurinn er í dag rúmlega 1.200 m.kr. að stærð og fer ört vaxandi. Sérstaða Eldgjár er mikill sveigjanleiki sjóðsins til þess að færa sig á milli eignaflokka. Honum er stýrt með virkum hætti með það að markmiði að ná góðri ávöxtun með tilliti til áhættu. Hann hefur víðtækar heimildir og fjárfestir í þeim eignaflokkum, og á þeim mörkuðum, sem sjóðstjóri og fjárfestingateymi telja álitlegast hverju sinni. Sjóðurinn getur varið sig gegn gjaldeyrisáhættu og er í dag að mestu varinn. Eignasamsetning Kviku – Eldgjár getur verið breytileg og fjárfesting í sjóðnum ætti að vera hugsuð til langtíma, þar sem sveiflur geta verið í verðmæti hans. 

 

Sundurliðun á eignum sjóðsins í lok júní

20210705 - Gos í eldgjá 1.png
 

Fjárfestingateymi

Sjóðstjóri er Örvar Snær Óskarsson, en hann hefur starfað á fjármálamarkaði sl. 12 ár, bæði við eignastýringu og áhættustýringu auk þess að sinna stundakennslu við verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur. Örvar er með M.Sc. gráðu í fjármálastærðfræði frá Queen Mary University London, B.Sc. gráðu í Fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Í fjárfestingateymi sjóðsins eru helstu sérfræðingar sjóðastýringar Kviku eignastýringar.

 

Kaup í Kviku - Eldgjá

Hægt er að fjárfesta í Kviku – Eldgjá með því að senda kaupbeiðni á verdbref@kvika.is og er lágmarksupphæð viðskipta 10.000 kr. Helstu upplýsingar um sjóðinn, svo sem reglur, mánaðarlegt upplýsingablað, útboðslýsingu og lykilupplýsingar má nálgast á heimasíðu sjóðsins.