Forsíða /
Fréttir /
Kvika - Heimur, nýr sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta

Kvika - Heimur, nýr sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta

Fimmtudagur 11. nóvember 2021
Orvar - KVIKA portraits2861.jpg Örvar Snær Óskarsson, sjóðstjóri Kviku - Heims

Kvika eignastýring hefur stofnað nýjan erlendan sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta, Kviku – Heim. Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í erlendum eignum og leggur megináherslu á fjárfestingu í sjóðum frá mörgum af stærstu sjóðastýringafyrirtækjum heims og er sjóðurinn gerður upp í bandaríkjadollar. Markmið Kviku - Heims er að bjóða upp á einfalda leið fyrir almenna fjárfesta til að fjárfesta á erlendum hluta- og skuldabréfamörkuðum, ná fram góðri áhættudreifingu og eiga möguleika á góðri ávöxtun til lengri tíma.

Með fjárfestingu í Kviku – Heimi eru sjóðsfélagar að tryggja sér ákveðna þjónustu sem m.a. felst í virkri stýringu eignaflokka. Sem dæmi, með von um hærri ávöxtun getur sjóðstjóri aukið vægi hlutabréfa þegar við á. Hann getur einnig dregið úr áhættu (og aukið vægi ríkisskuldabréfa) þegar svo liggur við.

Sérfræðingar okkar annast val og eftirlit með sjóðum sem fjárfest er í og koma á viðskiptasambandi við þá. Margir af þessum sjóðum eru ekki aðgengilegir almenningi og í krafti stærðar bjóðast sjóðnum gjarnan betri kjör en almenningi. Áður en stofnað er til viðskiptasambands við nýja sjóði framkvæma sérfræðingar Kviku eignastýringar m.a. áreiðanleikakönnun á sjóðstjórum, fjárfestingarstefnum, árangri og kostnaði viðkomandi sjóða.

Fyrir hverja er sjóðurinn

Sjóðurinn er ætlaður almenningi jafnt sem fagfjárfestum sem vilja ávaxta fé sitt til lengri tíma í blönduðu safni hlutabréfa og skuldabréfa á erlendum mörkuðum. Fjárfestingar sjóðsins eru í verðbréfasjóðum, sérhæfðum sjóðum og stökum verðbréfum. Sjóðnum er stýrt með virkum hætti og er hann opinn öllum fjárfestum. Fjárfesting í sjóðnum ætti að vera hugsuð sem langtímafjárfesting þar sem sveiflur geta verið í verðmæti sjóðsins.

Fjárfestingarstefna

Sjóðurinn fjárfestir í erlendum verðbréfasjóðum, sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta og öðrum sérhæfðum hlutdeildarsjóðum auk stakra verðbréfa. Megináhersla er á sjóði sem fjárfesta í Norður-Ameríku og Evrópu, en þó geta þeir einnig verið fjárfestir í öllum landsvæðum.

Upplýsingar

Hægt er að fjárfesta í Kviku – Heimi með því að senda kaupbeiðni á verdbref@kvika.is og er lágmarksupphæð viðskipta $100. Nánari upplýsingar um sjóðinn, svo sem reglur, mánaðarlegt upplýsingablað, útboðslýsingu og lykilupplýsingar má nálgast á heimasíðu sjóðsins.