Forsíða /
Fréttir /
Kvika - Eldgjá fagnar tímamótum

Kvika - Eldgjá fagnar tímamótum

Þriðjudagur 21. desember 2021

Í dag er eitt ár liðið frá stofnun Kviku - Eldgjár en sjóðurinn fjárfestir á innlendum og erlendum mörkuðum í hluta- og skuldabréfum. Sérstaða Eldgjár er mikill sveigjanleiki sjóðsins sem gerir honum kleift að færa sig á milli eignaflokka. Þessi sveigjanleiki hjálpar til við áhættustýringu sjóðsins og við að ná sem mestu út úr þeim fjárfestingatækifærum sem bjóðast.

Markmið Eldgjár er að ná góðri ávöxtun að teknu tilliti til áhættu. Eignasafn sjóðsins er vel dreift en þó með áherslur á þá eignaflokka, landsvæði eða geira sem sjóðstjóri og fjárfestingateymi telja álitlegust hverju sinni. Þetta hefur skilað sjóðfélögum góðri ávöxtun eða ríflega 25% frá stofnun til 17.12.2021, en hafa ber í huga að árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

20211221 - Eldgjá eins árs.pngHeimild: Bloomberg og útreikningar KES
Hlutlaust safn (samsetning): Erlend hlutabréf (NDDUWI Index) 30%, Erlend skuldabréf (LEGATRUU Index) 5%, Innlend hlutabréf (Hlutabréfavísitala KES) 20%, Ríkisskuldabréfavísitala KES 25%, Sértryggð skuldabréf (KVIKAcb) 11%, Opinberir aðilar (KVIKAp) 5%,  Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa KES 4%.
Athugið að hlutlaust safn inniheldur engan viðskiptakostnað en ávöxtun Eldgjár er ávallt sýnd eftir að allur viðskipta- og þóknunarkostnaður hefur verið dreginn frá.

 

Það hefur aldrei verið einfaldara að fjárfesta í Kviku - Eldgjá því nú geta einstaklingar, óháð viðskiptabanka, gengið frá kaupum rafrænt á heimasíðu sjóðsins. Þar má einnig finna ítarlegri upplýsingar um sjóðinn sem og reglur, útboðslýsingu og lykilupplýsingar. Að auki er veittur 100% afsláttur af gengismun í sjóðnum í takmarkaðan tíma fyrir þá sem klára kaupin rafrænt.