Forsíða /
Um Kviku eignastýringu /
Sjálfbærni

Sjálfbærni

Kvika eignastýring leggur áherslu á langtímahugsun og jákvæð langtímaáhrif á samfélagið. Félagið trúir því að sjálfbær rekstur fyrirtækja og sjóða sé líklegri til að viðhalda góðri rekstrarafkomu til framtíðar.

Um ábyrgar fjárfestingar

Undanfarið hefur verið mikil vitundarvakning á meðal fyrirtækja og stofnana um samfélagslega ábyrgð. Samkeppnishæfi fyrirtækja veltur í auknum mæli á því hversu sjálfbær og samfélagslega ábyrg þau eru. Með ábyrgum fjárfestingum er átt við að tekið sé mið af umhverfislegum þáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) við fjárfestingarákvarðanir með það að markmiði að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma.

Kvika eignastýring hefur markað sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar með hliðsjón af meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (e. UN PRI) sem gerir félaginu kleift að samþætta samfélagsábyrgð við núverandi verkferla þegar fjárfestingarákvarðanir eru teknar.

Samstarf á sviði samfélagsábyrgðar

Kvika eignastýring hf. tekur virkan þátt í samstarfi á sviði samfélagsábyrgðar.