Forsíða /
Um Kviku eignastýringu /
Um félagið

Um félagið

Kvika eignastýring er leiðandi í eignastýringu og fjárfestingastarfsemi hér á landi. Félagið veitir alhliða fjármálaþjónustu með áherslu á árangur og langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Kvika eignastýring hentar vel fyrir alla efnameiri einstaklinga, fyrirtæki, sjóði og stofnanir.

Kvika eignastýring leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum breitt þjónustuframboð til þess að fjárfesta innanlands sem og á erlendum mörkuðum. Meðal þjónustuframboðs má nefna einkabankaþjónustu, sjóðastýringu, framtakssjóði og fjárfestingarráðgjöf ásamt persónulegri þjónustu frá sérfræðingum okkar. Starfsmenn félagsins eru 35 talsins og samanlögð starfsreynsla þeirra á fjármálamarkaði er tæplega 500 ár. Kvika eignastýring er dótturfélag Kviku banka hf. og er starfsstöð félagsins í Katrínartúni 2.

Kvika eignastýring hf. er fjármálastofnun sem starfar á grundvelli starfsleyfa frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2021, um verðbréfasjóði og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt heimild í lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Starfsleyfi félagsins samkvæmt framangreindum lögum tekur einnig til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar, vörslu og umsýslu hlutdeildarskírteina og hluta sjóða um sameiginlega fjárfestingu og móttöku og miðlunar fyrirmæla varðandi fjármálagerninga. Vörslufyrirtæki félagsins er Kvika banki hf.


Merki Kviku eignastýringar

Merki Kviku eignastýringar er andlit félagsins. Það er einfaldasta og sjónrænasta formið til auðkenningar og kynningar. Merkið má nálgast hér í nokkrum útgáfum sem þjóna hver sínum tilgangi. Það er án bakgrunns. 

Við notkun merkisins er eftirfarandi bannað: Breyta merkjunum, sama hversu lítil breytingin er; tengja það við önnur merki, fella það inn í setningar, hengja það við önnur merki eða fyrirtækjaheiti, nota fleiri en eitt merki á síðu. Merkið er án bakgrunns, þannig að gætið sérstaklega vel að því að staðsetja það ekki á órólegum bakgrunni.