Forsíða /
Framtakssjóðir /
Sjóðir

Sjóðir

  • Iðunn
  • Freyja
  • Edda
  • Auður I
Iðunn

Iðunn er fjórði sjóður framtakssjóðasviðs og jafnframt fyrsti vísisjóðurinn (e. Venture capital fund) í rekstri Kviku eignastýringar. Sjóðurinn var stofnaður í mars 2021 og er 7,3 ma.kr. að stærð. Iðunn er sérhæfður vísisjóður sem leggur áherslu á fjárfestingar á sviði lífvísinda og heilsutækni (e. life sciences and health technology). Fjárfestingartímabil Iðunnar er 5 ár og er einblínt á fjárfestingu í fyrirtækjum með vandaðar áætlanir um viðskiptaþróun og stjórnunargetu til að stýra vexti og undirbúa félögin í næsta fasa á sviði uppskölunar. 
 

Iðunn hefur fjárfest í fjórum fyrirtækjum, Coripharma, EpiEndo, Kara Connect og NeckCare.